Friday, September 29, 2006

fyrsti gitartiminn

Wednesday, September 13, 2006

timi 1

í þessu bloggi verður kynnt hljóðfærið Gítar. Ég geri ráð fyrir að þið séuð með gítarinn fyrir framan ykkur í einhverju formi, svosem í hlutlægu formi, eða myndrænu, eða þá að þið getið bara ímyndað ykkur hann, þ.e. séð hann fyrir ykkur. Takið eftir, að gítarinn hefur 6 strengi. Gítarinn hefur þannig mjög breitt tíðnisvið. Dýpsti strengurinn heitir E, næsti A, síðan kemur D, þá G, einnig B, og loks kemur E aftur.
Það fyrsta sem þrf að gera við gítarinn áður en leikur hefst á hann er að stilla hljóðfærið. Athugið að sónninn í venjulegum heimasíma er tónninn A, sem er næst dýpsti strengurinn á gítarnum. Þannig getið þið einfaldlega tekið upp tólið og stillt strenginn við sóninn.
Síðan getið þið still hina strengina við þennan.
Þegar gítarinn er stilltur er notað það kerfi að fara upp á 5ta band á A streng og slá síðan á A strenginn. Þá hljómar tónninn D. Það vill svo skemmtilega til að næsti strengur fyrir neðan er einmitt D. Þá er einfaldlega hægt að stilla hann eftir tóninum. Síðan farið þið á 5ta band á D og sláið tóninn G, og stillið G strenginn eftir honum. Á strengnum G, farið þið á 4a band og sláið tóninn B og stillið B strenginn eftir honum. Síðan farið þið á 5ta band á strengnum B og stillið E strenginn eftir honum. Þá er aðeins dýpsti strengurinn eftir. Hvernig ætlið þið að stilla hann? Jú, þið farið á 7unda band á strengum A, næstdýpsta strengnum, og sláið tóninn E. Þá stillið þið dýpsta strenginn áttund neðar eftir þessum tóni.
Þakka ykkur fyrir, þið eruð mjög dugleg.
í næsta kapítula verður farið í að slá grundvallar hljóma á gítarinn.